Umferðarmál við Smáralind í Kópavogi

Mánudaginn 08. október 2001, kl. 15:40:22 (187)

2001-10-08 15:40:22# 127. lþ. 5.1 fundur 45#B umferðarmál við Smáralind í Kópavogi# (óundirbúin fsp.), RG
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 127. lþ.

[15:40]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. samgrh. fyrir þessar upplýsingar. Hér er um stórfellt mannvirki að ræða, ekki bara 70 verslanir þar sem sumar eru vöruhús á mörgum hæðum heldur líka eins konar félagsmiðstöð eða sem sagt aðstaða til þess að vera með alls kyns uppákomur. Þetta er miklu stærra mannvirki en við höfum áður gert okkur í hugarlund hvað slíkt varðar og mun hafa gífurleg áhrif og sú umferð sem búist er við að verði þarna.

Auðvitað er ég jákvæð fyrir því að það verði skoðað hvernig við gerum umferðina eins lipra og unnt er fyrir Kópavog og Kópavogsbúa og að þetta verði sú lyftistöng fyrir bæjarfélagið sem menn hafa stefnt að. En þingmannahópurinn er að gæta hagsmuna kjördæmisins í heild og vel má vera að þeir sem hafa beðið eftir gatnamótunum við Arnarnesveg verði ekki jafnhressir og ég með það að breyting verði gerð. En ég þakka þessi viðbrögð, herra forseti.