Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 08. október 2001, kl. 17:21:48 (207)

2001-10-08 17:21:48# 127. lþ. 5.4 fundur 3. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 127. lþ.

[17:21]

Kristján L. Möller (andsvar):

Herra forseti. Það hefur verið ákaflega athyglisvert að hlusta á hv. þm. Einar Odd Kristjánsson fjalla um kerfið sem hér er til umræðu og skýra okkur frá því að núv. hæstv. sjútvrh. stýri árásum á smábátasjómenn og þar af leiðandi á fjölmörg byggðarlög á landinu. Það var líka athyglisvert að hlusta á þau orð hans að núv. hæstv. sjútvrh., Árni Mathiesen, hefði erft átökin frá fyrrv. sjútvrh. og sé handhafi stríðsins gegn byggðarlögum í landinu.

Ég vildi nota tækifærið hér í stuttu andsvari og spyrja hv. þm. um það landsvæði sem hann er kjörinn á þing fyrir, þ.e. Vestfirði, vegna þess að hann kom ekki inn á það mál: Er hið frjálsa framsal sem tekið var upp árið 1990 hluti af vandamálum vestfirskra byggða? Um þetta spyr ég vegna þess að frá árinu 1997 til ársins 2000 hefur þorskígildistonnum á Vestfjörðum fækkað um tæplega 10 þús. tonn.