Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 08. október 2001, kl. 17:28:32 (213)

2001-10-08 17:28:32# 127. lþ. 5.4 fundur 3. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., Flm. JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 127. lþ.

[17:28]

Flm. (Jóhann Ársælsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ef hv. þm. telur að útgerðin eigi að vera handhafi veiðiréttindanna og eigi að geta keypt þau og selt, hvað ætlar hann sér þá í þessu máli? Hvernig á að fara að því þegar hann vill breyta kerfinu og menn hafa skuldsett sig bak og fyrir út af því? Verða menn ekki að koma til móts við útgerðina með einhverjum hætti, með einhvers konar fyrningarleið, eins og við höfum lagt hér til að verði farin? Eða hvernig hugsar hann sér þessa niðurstöðu, að fara út úr kerfinu sem nú er unnið eftir? Mig langar til að fá betri og skýrari svör um þetta. Það er ekki nóg að segja: Þetta er ónýtt, við skulum hætta. Menn verða líka að segja til um hvaða aðferðum eigi að beita.