Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 08. október 2001, kl. 17:29:31 (214)

2001-10-08 17:29:31# 127. lþ. 5.4 fundur 3. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 127. lþ.

[17:29]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Auðvitað hef ég ekki nákvæma útfærslu á því hvernig við skuli bregðast og auðvitað mundi mér ekki duga einnar mínútu andsvar til þess.

Ég vil þó taka t.d. fiskidaga Færeyinganna: Ef skip sem er á aflamarki fengi í staðinn fiskidaga þá mundu fiskidagarnir í sjálfu sér hafa nákvæmlega sama eignarréttarígildið og þyngdareiningin, þ.e. aflakvótinn. Því fylgdu nákvæmlega sömu réttindin og menn hefðu sömu möguleika til þess að hagnýta sér það. Þá væri ekki verið að taka neitt af neinum heldur yrðu menn að vera við því búnir að stjórnvöld reyndu á hverjum tíma að gera sitt besta til þess að stjórna veiðunum. Þá verður það að vera stjórnvalda að ákveða í hvaða formi veiðiréttinum er úthlutað.