Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 08. október 2001, kl. 17:55:31 (222)

2001-10-08 17:55:31# 127. lþ. 5.4 fundur 3. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 127. lþ.

[17:55]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Þessi tvískinnungur er náttúrlega með ólíkindum. Hv. þm. var spurður einfaldrar spurningar. Það gekk listi hjá smábátamönnum um allt land þar sem þeir fóru fram á að fá viðbótarheimildir í ýsu og steinbít, eins og gert var ráð fyrir í tillögum sem lágu fyrir þinginu fyrir þinglok í vor.

Ég veit að hv. þm. er kunnugt um þessa tillögu. Nú segir hv. þm. að hann vilji ekkert svona kerfi lengur. Nú vil ég bara að allir veiði frjálst, segir hann. Auðvitað vilja allir veiða frjálst. En það var búið að ganga frá ákveðnum vilyrðum fyrir þennan hluta bátaflotans, sem er í bullandi vandræðum eins og margoftið hefur fram. (Gripið fram í.) Hv. þm. er að ganga á bak orða sinna með því að segja: Núna vil ég ekki taka mark á þessu lengur, það eru engin loforð í gildi sem ég hef gefið fram að þessu. Nú er komið allt annað hljóð í strokkinn.