Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 08. október 2001, kl. 19:26:43 (246)

2001-10-08 19:26:43# 127. lþ. 5.4 fundur 3. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., Flm. JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 127. lþ.

[19:26]

Flm. (Jóhann Ársælsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Úr því að tíminn er svona stuttur þá ætla ég aðeins að nefna eitt atriði. Hæstv. ráðherra hélt því fram að ég hefði ekki haft umboð til þess að semja í nefndinni. Þetta var öfugmæli. Hæstv. ráðherra hafði ekki umboð til að semja við mig í nefndinni vegna þess að hann komst ekki frá LÍÚ-leiðinni. Hann þurfti að þjóna þeirri niðurstöðu sem hafði fengist með samningum við LÍÚ áður en auðlindanefndin skilaði af sér, niðurstöðu sem hefur fylgt okkur eins og draugur fram á þennan dag. Ég held að hæstv. ráðherra ætti frekar að reyna að spila einhverju út í umræðunni til samkomulags og sátta. Það hefur skort á það frá hæstv. ráðherra. Við munum ekki ná árangri í þessu máli nema hæstv. ráðherra leggi sig fram. Það vantar verulega upp á að það. Ég skora á hann að gera það.