Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Þriðjudaginn 09. október 2001, kl. 14:14:02 (272)

2001-10-09 14:14:02# 127. lþ. 6.1 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 127. lþ.

[14:14]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er rétt hjá hv. þm. Það er vegna þess að ákvörðunin um að taka húsaleigubæturnar inn í þetta mál var tekin eftir að þessum talnabálki fjárlagafrv. var lokað. Þannig skeikar um það bil 150 millj. Þær 600 millj. sem við höfðum lagt til hliðar, það fer svolítið eftir því hvernig á þetta er litið, voru ætlaðar til að fjármagna kostnaðinn af þessum skattbreytingum á árinu 2002. Við teljum reyndar að skattbreytingin vegna hátekjuskatts sé nettó upp á 400 millj., brúttó upp á 600 millj. kr. og síðan bætast við þessar 150 millj. kr. vegna húsaleigubótanna. Þetta er rétt ábending hjá þingmanninum sem ert glöggur maður. Þetta þarf að fara betur yfir í fjárlaganefndinni. Það er alveg hárrétt.