Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Þriðjudaginn 09. október 2001, kl. 15:32:50 (284)

2001-10-09 15:32:50# 127. lþ. 6.1 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv., ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 127. lþ.

[15:32]

Ólafur Örn Haraldsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Við aðgerðir í efnahagsmálum þarf að horfa til margra hópa í samfélaginu. Það þarf m.a. að horfa til millitekjufólksins, fólksins sem yfirleitt stendur í húsbyggingum, fjölskyldna sem eru að koma upp börnum og hafa mikil útgjöld. Þessu fólki þurfum við líka að sinna og það gerir þetta frv.

Við eigum að koma til móts við láglaunafólkið og þá sem þurfa á velferðarkerfinu að halda, ekki með því að rugla skattkerfinu, heldur með öðrum aðgerðum, t.d. bótakerfinu eins og gert hefur verið á undanförnum árum, þó svo að betur megi ef duga skal. (ÖJ: Með breytingunni á húsnæðiskerfinu, núna síðast?)