Kjaramál sjúkraliða

Fimmtudaginn 11. október 2001, kl. 10:55:02 (406)

2001-10-11 10:55:02# 127. lþ. 9.94 fundur 64#B kjaramál sjúkraliða# (umræður utan dagskrár), ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 127. lþ.

[10:55]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. 13. þm. Reykv. Ögmundi Jónassyni fyrir að vekja máls á þessari mjög alvarlegu kjaradeilu sem staðið hefur allt of lengi eða í eitt ár eins og komið hefur fram hér í umræðunni.

Sjúkraliðar eru mjög mikilvæg starfsstétt eins og reyndar aðrar stéttir innan heilbrigðiskerfisins. Það sem er mjög alvarlegt í kjaradeilu eins og þessari er að hún bitnar í raun og veru á röngum aðilum, þ.e. á aðilum sem síst skyldi, sjúklingum. Það er mjög alvarlegt mál.

Umönnunarstörf í landinu eru of illa launuð og það er vissulega áhyggjuefni. En við megum ekki gleyma því að kjaradeila eins og þessi leysist ekki hér í þingsal. Langt í frá. Þess vegna hvet ég samningsaðila til þess að slíðra sverðin og leysa kjaradeiluna sem allra fyrst. Og ég veit að það er vilji til þess bæði í ríkisstjórninni og hjá sjúkraliðum.