Fjáraukalög 2001

Fimmtudaginn 11. október 2001, kl. 11:19:47 (413)

2001-10-11 11:19:47# 127. lþ. 9.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 127. lþ.

[11:19]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég harma að hæstv. fjmrh. skuli ekki hafa getað komið með gagnmerkari og ítarlegri svör um hvað líði vinnu við að taka á málinu heildstætt á landsvísu hvað varðar vandamál félagslega íbúðakerfisins. Þetta mál hefur verið í stöðugri vinnslu nú í nokkur ár og virðist enn í því ferli að þetta sé áfram í skoðun. Enn þá er verið að leita að eignum hjá sveitarfélögunum. Sveitarfélögin á Vestfjörðum eru þvinguð beint eða óbeint til að láta andvirði eigna sinna upp í þessar skuldir og meira að segja eru þau þá látin setja hluta af andvirðinu inn á biðreikning uns sér fyrir endann á endurskoðuninni.

Herra forseti. Ég harma að hæstv. fjmrh. skuli ekki geta komið með betri svör um hvernig á þessum málum verði tekið á landsvísu. Ég harma það.