Fjáraukalög 2001

Fimmtudaginn 11. október 2001, kl. 11:43:25 (416)

2001-10-11 11:43:25# 127. lþ. 9.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 127. lþ.

[11:43]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég vissi ekki betur en að í þessu fjáraukalagfrv. yrði heimildargrein þar sem gert væri ráð fyrir því að andvirði Skólabrúar 2 mundi renna til framkvæmda á vegum Alþingis. Ég vil taka fram að þessu leyti og líka vegna ummæla hv. þm. að það kom í ljós í sambandi við þær byggingarframkvæmdir sem voru við Austurstræti að ekki var hægt að treysta verklegu og fjármálalegu eftirliti Framkvæmdasýslu ríkisins og af þeim sökum hefur Alþingi tekið það í sínar hendur í sambandi við þá skálabyggingu sem hér er verið að reisa við Kirkjustræti.