Fjáraukalög 2001

Fimmtudaginn 11. október 2001, kl. 14:17:27 (437)

2001-10-11 14:17:27# 127. lþ. 9.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 127. lþ.

[14:17]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þarna er um ræða óöguð vinnubrögð. Ég minni á að fyrir nokkrum árum voru menn að samþykkja á hinu háa Alþingi fjáraukalög 10 ár aftur í tímann. Þá voru vinnubrögðin miklu verri, og menn eru að vinna sig fram til þess að sýna meiri aga.

Ég benti á þetta dæmi einmitt til þess að hvetja alla forstöðumenn ríkisstofnana og ríkisstjórnina og aðra til þess að sýna meiri aga í vinnubrögðum, fara að fjárlögum. Ég er að undirstrika það að fjárlög eru ekki bara eitthvað út í loftið fyrir ríkisstofnanir sem þær þurfa ekkert að fara eftir. Ég er að benda á að fjárlög eru lög, ekkert síður en önnur lög, og að það er jafnalvarlegt að brjóta þau lög eins og önnur. En okkur miðar áleiðis í því að auka agann í þessu kerfi og þess vegna tók ég svona sterkt til orða, að bera saman innbrot í banka og innbrot í ríkiskassann. Þetta var hins vegar miklu verra áður fyrr.