Framhald umræðu um fjáraukalög 2001

Fimmtudaginn 11. október 2001, kl. 14:32:21 (446)

2001-10-11 14:32:21# 127. lþ. 9.92 fundur 68#B framhald umræðu um fjáraukalög 2001# (um fundarstjórn), GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 127. lþ.

[14:32]

Guðjón Guðmundsson:

Herra forseti. Þar sem sá ágæti forseti sem nú er á forsetastól getur ekki svarað fyrir þetta, því að við vorum að skipta, vil ég aðeins greina frá því að hæstv. fjmrh. þurfti að fara. Það lá fyrir í kringum hádegið. Þá var einn maður á mælendaskrá, hv. þm. Einar Már Sigurðarson. Ég hafði samband við hann og spurði hvort hann vildi hafa þetta með þessum hætti eða fresta umræðunni. Hann vildi frekar að hæstv. ráðherra yrði viðstaddur. Hv. þm. Ögmundur Jónasson bað síðan um orðið um leið og umræðunni var frestað en það var gert í algjöru samkomulagi við þann eina hv. þm. sem var á mælendaskrá.