Framhald umræðu um fjáraukalög 2001

Fimmtudaginn 11. október 2001, kl. 14:33:52 (448)

2001-10-11 14:33:52# 127. lþ. 9.92 fundur 68#B framhald umræðu um fjáraukalög 2001# (um fundarstjórn), GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 127. lþ.

[14:33]

Guðjón Guðmundsson:

Herra forseti. Mér finnst nú satt að segja sem hv. þm. sé að reyna að leita uppi ágreining. Mér finnst það ómakleg gagnrýni að fara að gagnrýna það núna að fleiri en eitt mál séu á dagskrá. Dagskráin er búin að vera í gangi síðan kl. 10.30 í morgun með fimm mál á dagskrá. Ég skil ekki svona málatilbúnað. Ég segi það alveg eins og er.

Ég ítreka að haft var samband við þann hv. þm. sem var næstur á mælendskrá, hv. 4. þm. Austurl., Einar Má Sigurðarson. Hann var mjög sáttur við það og fannst eðlilegt að umræðunni yrði frestað þar sem hæstv. fjmrh. gat ekki verið viðstaddur. Hv. þm. vildi að ráðherrann væri viðstaddur umræðuna. Það var auðvitað ekki haft samband við hv. þm. Ögmund Jónasson því að hann barði í borðið og bað um orðið um leið og umræðunni var frestað. Ég ítreka að þetta er ómaklegur málatilbúnaður og hv. þm. ekki til sóma.