Fjáraukalög 2001

Mánudaginn 15. október 2001, kl. 15:24:41 (464)

2001-10-15 15:24:41# 127. lþ. 10.5 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 127. lþ.

[15:24]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst þetta hálfbrosleg umræða. Hv. þm. er að reyna að finna einhvern sökudólg þó að smávegis mistök hafi átt sér stað sem eru leiðrétt þegar við 1. umr. á Alþingi (Gripið fram í.) varðandi staðreyndir sem lágu fyrir í fjárln. og forsn. Ég veit að bæði sá sem kallaði fram í, hv. 3. þm. Norðurl. e., og sá sem hér talaði áðan vita hvernig þessi mál eru vaxin því að þeir fulltrúar sem þeirra flokkar eiga í forsn. fylgjast vel með og eru í mjög nánu og góðu sambandi við leiðtoga sína. Ég veit líka að málefni Austurstrætis hefur borið á góma í fjárln. þannig að mér finnst að hv. 4. þm. Austurl. eigi ekki að tala eins og út úr hól í þessu máli.