Fjáraukalög 2001

Mánudaginn 15. október 2001, kl. 16:25:15 (481)

2001-10-15 16:25:15# 127. lþ. 10.5 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 127. lþ.

[16:25]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Það er nú engu við þetta Auðunarstofumál að bæta. Það gaukaði því að mér einn þingmaður hvort við gætum nú ekki fundið eitthvað skemmtilegt til að senda Norðmönnum svona í vináttuskyni, en ég veit ekki um það.

Að því er varðar einkavæðingarmálið þá hafa þarna verið ráðin ráðgjafarfyrirtæki í þjónustu ríkisins. Ég hef skilið það þannig að þau muni ljúka sínu verkefni, að skipuleggja þessa hluti, þannig að þessi fjárhæð dugi fyrir því sem eftir er í þessum stóru málum. Ég geri mér vonir um að ekki þurfi að bæta miklu við þetta enda er þetta vissulega myndarleg upphæð. Ég tel samt áreiðanlegt að starf þessara aðila hafi orðið til þess að gera þau fyrirtæki sem þarna er um að ræða enn verðmætari en ella hefði verið. Við getum fyrir vikið gert þetta fagmannlega og fengið meira fyrir eignir ríkisins en ella hefði verið.