Átak til að treysta byggð og atvinnulíf á landsbyggðinni

Mánudaginn 15. október 2001, kl. 16:55:17 (490)

2001-10-15 16:55:17# 127. lþ. 10.6 fundur 5. mál: #A átak til að treysta byggð og atvinnulíf á landsbyggðinni# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 127. lþ.

[16:55]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér heyrist að hv. þm. sé nú þegar kominn á flótta frá sinni eigin tillögu. Séu það rök gegn Noral-verkefninu að það styðji ekki atvinnulíf á öllu Austurlandi og ekki á Vestfjörðum þá finnst mér það ekki vera mjög sterk rök. Með því að styrkja Miðausturland mun það hafa áhrif um allt Austurland og líka á Norðurl. eystra, alveg til Akureyrar. Þar fyrir utan mun þetta verkefni, og ef af stækkun álvers í Hvalfirði verður einnig, auka útflutningstekjur þjóðarinnar um 15%.

Hvað ætlar hv. þm. að benda mér á í síðari ræðu sinni sem getur slagað eitthvað upp í þau áhrif, bæði á atvinnulíf og efnahagslíf, sem Noral-verkefnið hefur?