Átak til að treysta byggð og atvinnulíf á landsbyggðinni

Mánudaginn 15. október 2001, kl. 19:24:58 (548)

2001-10-15 19:24:58# 127. lþ. 10.6 fundur 5. mál: #A átak til að treysta byggð og atvinnulíf á landsbyggðinni# þál., ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 127. lþ.

[19:24]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það kemur náttúrlega í ljós að við höfum mjög ólíkar skoðanir á því hvernig menn setja fram sín mál og það er auðvitað ákaflega nytsamlegt fyrir þjóðina að átta sig á því að samfylkingarþingmenn haga skoðunum sínum eftir skoðanakönnunum hverju sinni. Ef það eiga að vera vinnubrögðin á hinu háa Alþingi, þá býð ég nú ekki í það. Ég haga ekki málflutningi mínum eftir skoðanakönnunum hverju sinni. Ég tala fyrir þeim málum sem ég trúi á og ég hélt að við værum kjörnir til þess. Þess vegna finnst mér og ég spyr hv. þm. Einar Má Sigurðarson, hvort honum finnist það ekki frekar óviðfelldið ef við eigum að hlaupa eftir því hverju sinni. Ég hélt að við værum kjörnir til annarra hluta, að standa við okkar sannfæringu og taka afstöðu eftir henni en ekki að hlaupa eftir skoðanakönnunum.

En ég hef að sjálfsögðu tekið eftir því að þeir þingmenn Samfylkingarinnar sem eru viðriðnir norðausturkjördæmið eru að verða svellharðir með áformunum.