Átak til að treysta byggð og atvinnulíf á landsbyggðinni

Mánudaginn 15. október 2001, kl. 19:50:53 (560)

2001-10-15 19:50:53# 127. lþ. 10.6 fundur 5. mál: #A átak til að treysta byggð og atvinnulíf á landsbyggðinni# þál., GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 127. lþ.

[19:50]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég get alls ekki sagt að ég sé ósammála þessu andsvari. Ég tek heils hugar undir það að byggðirnar verða að fá að njóta staðarkosta sinna, hvort sem það eru landkostir eða sjávarkostir, og það vitlausasta sem við getum gert á Íslandi er að halda áfram að rústa byggðirnar. Það er, eins og greinilega hefur komið fram, markviss stefna núverandi ríkisstjórnar. Hæstv. sjútvrh. hefur beinlínis lýst því yfir að það bæri að framfylgja kvótasetningu á smábátana. Hvað þýðir það? Það þýðir að við erum að leggja margar byggðir í hættu. Þær halda e.t.v. ekki velli. Ef sjútvrh. væri fjárspilafíkill væri svona áhætta kölluð fíkn.