Fjarskipti

Þriðjudaginn 16. október 2001, kl. 14:00:36 (570)

2001-10-16 14:00:36# 127. lþ. 11.4 fundur 145. mál: #A fjarskipti# (jöfnunargjald, heimtaugar) frv., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 127. lþ.

[14:00]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Það segir hér í 1. gr.:

,,Jöfnunargjald samkvæmt lögum þessum skal nema 0,12% af bókfærðri veltu ...``

Það er því fastbundið í 1. gr. frv. hver upphæðin á að vera. Þetta skal raunar endurskoða árlega á Póst- og fjarskiptastofnun. Það er alveg ljóst eins og segir hér, með leyfi forseta, að:

,,Verði útgjöld meiri en nemur jöfnunargjöldum á árinu skal gjaldfæra þann mismun á skuldbindingar næsta árs.``

Það millifærist því eins og hér er gert ráð fyrir. En upphæðin er ákvörðuð, þ.e. skatthlutfallið er ákvarðað eins og er um aðra skattlagningu almennt.