Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 16. október 2001, kl. 16:55:55 (608)

2001-10-16 16:55:55# 127. lþ. 11.5 fundur 3. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 127. lþ.

[16:55]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Það er auðvitað ekki lögfræðilega rétt að þessar eignir sem hv. þm. nefnir séu hluti af eignum eða kostnaði útgerðarinnar. Ég skil hins vegar alveg sjónarmiðið sem fram kemur hjá honum og það sem getur gerst þegar eitthvað óvænt kemur upp á og haft áhrif á verðgildi eignanna.

En ég fullyrði að fyrningarleið með uppboði eins og hv. þm. leggja til í frv. er leið hámarksóstöðugleika fyrir sjávarbyggðirnar og sjávarútveginn og það eru mestar líkur til þess að eitthvað hendi sem við vildum ekki að kæmi fyrir og eignirnar rýrnuðu ef það kerfi kemst á.