Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 16. október 2001, kl. 17:40:42 (624)

2001-10-16 17:40:42# 127. lþ. 11.5 fundur 3. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 127. lþ.

[17:40]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég vék að því í ræðu minni að sóknarmarkskvótinn hafi ekki gengið upp vegna þess að ekki var hægt að stemma stigu við ofveiði. Það er á hinn bóginn mjög gagnlegt að fá þessa upprifjun frá hv. þm. sérstaklega vegna þess að árið 1990 þegar þessar breytingar urðu á kerfinu var Alþýðubandalagið við völd hér og Alþfl., Framsfl. og Borgaraflokkurinn. En Sjálfstfl. var í stjórnarandstöðu á þeim tíma sem hv. þm. 4. þm. Vestf., Guðjón A. Kristjánsson, segir nú að verstu óhöppin hafi gerst. Mesti skaðinn varð þá, sagði hv. þm., þegar Sjálfstfl. var í stjórnarandstöðu. Því er varla að hann geti kennt Sjálfstfl. um það.