SkjS fyrir GuðjG

Miðvikudaginn 17. október 2001, kl. 13:32:25 (647)

2001-10-17 13:32:25# 127. lþ. 12.93 fundur 71#B SkjS fyrir GuðjG#, Forseti ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur, 127. lþ.

[13:32]

Forseti (Ísólfur Gylfi Pálmason):

Borist hefur svohljóðandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísun til 2. mgr. 53. gr. þingskapa og bréfs frá 1. varaþm. á lista Sjálfstfl. í Vesturl., Helgu Halldórsdóttur, að 2. varaþm. á listanum, Skjöldur Orri Skjaldarson bóndi, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Guðjón Guðmundsson, 4. þm. Vesturl.``

Síðara bréfið hljóðar svo:

,,Forseti Alþingis, Halldór Blöndal,

Alþingishúsinu, Reykjavík.

Ég undirrituð, sem skipa sæti 1. varaþm. á lista Sjálfstfl. á Vesturlandi, get að svo stöddu ekki tekið sæti á Alþingi í forföllum Guðjóns Guðmundssonar, 4. þm. Vesturl.

Virðingarfyllst,

Helga Halldórsdóttir skrifstofumaður, Borgarnesi.``

Kjörbréf Skjaldar Orra Skjaldarsonar hefur þegar verið rannsakað og samþykkt, en þar sem hann hefur eigi tekið sæti á Alþingi fyrr ber honum að undirrita drengskaparheit.