2001-10-18 10:43:52# 127. lþ. 14.1 fundur 53. mál: #A bótaábyrgð vegna tjóns af notkun loftfars vegna hernaðaraðgerða, hryðjuverka eða áþekkra atvika# (staðfesting bráðabirgðalaga) frv. 120/2001, SvH
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur, 127. lþ.

[10:43]

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Ég minnist þess, og síðan eru liðin ein 20 ár eða meir, að hér reis einu sinni upp þáv. forsrh. Ólafur Jóhannesson, blessuð sé minning hans, og lýsti því yfir að þann veg væri háttað í þjóðmálum okkar út af sérstöku máli sem þá var á dagskrá að menn yrðu að kasta sér fyrir borð þó að ekki sæist til lands. Ég var ekki mjög snokinn fyrir slíkum vinnubrögðum á sinni tíð en þar kom núna í þessu máli að ég verð að gangast undir þessar aðstæður. Við sjáum auðvitað ekki til lands með þær fjárhæðir sem hér er um að tefla. En hér er engra kosta völ nema hafa gömul ráð Ólafs Jóhannessonar.

Frjálslyndi flokkurinn styður frv. eindregið ásamt þeirri breytingu sem til stendur að gera á því.