2001-10-30 13:39:46# 127. lþ. 16.91 fundur 81#B skerðing á starfsemi tæknifrjóvgunardeildar Landspítala -- háskólasjúkrahúss# (aths. um störf þingsins), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 127. lþ.

[13:39]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Strax og mér bárust fregnir af því að tæknifrjóvgunardeildinni yrði lokað vegna þess að kostnaður vegna S-merktra lyfja væri kominn fram úr áætlun fórum við yfir verðlagsforsendur í lyfjunum. Niðurstaðan er að þessi lokun er óþörf þeirra vegna og störf munu hefjast á deildinni á allra næstu dögum.

Jafnframt hefur komist til tals að ræða við starfsfólk og lækna á deildinni um starfsumhverfi þeirra, hvort e.t.v. væri heppilegra að gera þjónustusamninga um þessa starfsemi. Við munum fara í þær viðræður en ég get ekki sagt um það á þessu stigi til hvaða niðurstaðna þær leiða. Það er von mín að truflunin leiði ekki til röskunar á starfsemi þessarar mikilvægu deildar. Það er alveg rétt hjá hv. 7. þm. Reykv. að hún hefur skilað alveg gífurlega góðum árangri þannig að okkur er annt um að starfsemin haldi áfram og sem betur fer verður það á næstu dögum.