Stéttarfélög og vinnudeilur

Þriðjudaginn 30. október 2001, kl. 18:51:09 (890)

2001-10-30 18:51:09# 127. lþ. 16.15 fundur 16. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (lausir kjarasamningar o.fl.) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 127. lþ.

[18:51]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Þessi mál þarf að sjálfsögðu að gaumgæfa mjög vel. Mér finnst að hin almenna regla eigi að gilda, að kjarasamningar gildi frá þeim degi sem þeir runnu út. En ég tek undir að ýmis álitamál eru hér uppi og eðlilegast væri að menn settust saman í nefnd, fulltrúar vinnumarkaðar bæði frá launamönnum og atvinnurekendum, og réðu ráðum sínum í þessu því að ég hef trú á því að það sé vilji beggja megin borðs að endurskoða þessi mál.