Stéttarfélög og vinnudeilur

Þriðjudaginn 30. október 2001, kl. 18:51:59 (891)

2001-10-30 18:51:59# 127. lþ. 16.15 fundur 16. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (lausir kjarasamningar o.fl.) frv., Flm. GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 127. lþ.

[18:51]

Flm. (Guðjón A. Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ekki hafna ég því að þessi mál séu skoðuð og auðvitað mun hv. nefnd taka þetta mál til umfjöllunar og vafalaust verða menn frá vinnuveitendum og atvinnurekendum kallaðir þar að verki og spurðir álits, þannig að ég hygg að málið ætti að geta fengið mjög góða umfjöllun. Það kunna alveg að vera álitaefni í þessu og ekki ætla ég að halda því fram að sá texti sem ég hef skrifað hér sé eini sannleikurinn í málinu, það kunna að vera önnur sjónarmið.

En ég tel hins vegar að réttarbót launþegans eigi að vera sú að hann viti að réttur hans til launagreiðslna verði afturvirkur, hann verði ekki saminn af honum bara með því að draga gerð kjarasamninga von úr viti eins og t.d. gæti vel komið upp núna hjá sjúkraliðum, að þeir væru búnir að vera án launahækkana í heilt ár og fengju það ekki bætt í samningi.