Tilkynning um dagskrá

Miðvikudaginn 31. október 2001, kl. 13:32:43 (892)

2001-10-31 13:32:43# 127. lþ. 17.92 fundur 87#B tilkynning um dagskrá#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur, 127. lþ.

[13:32]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill geta þess að í dag verða tvær utandagskrárumræður.

Hin fyrri hefst klukkan þrjú og er um lyfjanotkun ungmenna í framhaldsskólum. Þar er málshefjandi hv. þm. Margrét Frímannsdóttir og hæstv. heilbrrh. Jón Kristjánsson verður til andsvara.

Hin síðari hefst um klukkan hálfþrjú og er um skýrslu Byggðastofnunar, um byggðarlög í sókn og vörn. Þar er málshefjandi hv. þm. Árni Steinar Jóhannsson og hæstv. iðnrh. Valgerður Sverrisdóttir verður til andsvara.