Áfallahjálp

Miðvikudaginn 31. október 2001, kl. 14:38:34 (921)

2001-10-31 14:38:34# 127. lþ. 18.3 fundur 166. mál: #A áfallahjálp# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÁSJ
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 127. lþ.

[14:38]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Ég vil þakka fyrirspyrjandanum og einnig hæstv. heilbrrh. fyrir framsögu hans, en vekja jafnframt athygli þingheims á því að fram er komin till. til þál. um skipulagða áfallahjálp innan sveitarfélaga þegar alvarleg og mannskæð slys ber að höndum. Flutningsmenn hennar eru hv. þm. Hjálmar Árnason, Magnús Stefánsson, Árni Steinar Jóhannsson, Guðrún Ögmundsdóttir og Katrín Fjeldsted. Með þessari þáltill. er allítarleg greinargerð sem kemur í mörgu saman við það sem fram kom hjá hæstv. ráðherra.

Virðulegi forseti. Ég vildi aðeins vekja athygli á því að þetta mál er komið fram og er í meðförum þingsins.