Háspennulínur í jörð

Miðvikudaginn 31. október 2001, kl. 14:57:33 (928)

2001-10-31 14:57:33# 127. lþ. 18.4 fundur 154. mál: #A háspennulínur í jörð# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., iðnrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 127. lþ.

[14:57]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Hv. þm. hreyfir hér mjög mikilvægu máli og get ég algjörlega tekið undir það með henni að háspennulínur eru ekki augnayndi. En sem raunsæispólitíkus þá tel ég að við verðum að viðurkenna að þetta er of dýrt eins og er og þess vegna er hinn kosturinn valinn, þ.e. loftlínan. Ég tel að Skipulagsstofnun hafi samþykkt það, samanber textann sem ég las upp áðan, og í sjálfu sér fallist á þau rök.

En orkufyrirtæki fylgjast mjög vel með þessari þróun. Við skulum öll vona að þróunin verði í þá átt að þetta verði ekki svona dýrt og verði tæknilega auðveldara en það er í dag.

Þar með getum við séð fyrir okkur framþróun í umhverfismálum og fegurra land.