Kynning á evrunni

Miðvikudaginn 31. október 2001, kl. 15:03:25 (931)

2001-10-31 15:03:25# 127. lþ. 18.5 fundur 197. mál: #A kynning á evrunni# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., Fyrirspyrjandi ÞSveinb
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 127. lþ.

[15:03]

Fyrirspyrjandi (Þórunn Sveinbjarnardóttir):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hæstv. viðskrh. fyrir að skilja þennan bækling eftir í pontunni. En þó að bæklingurinn sé góðra gjalda verður þá liggur hann einvörðungu frammi í útibúum banka. Við vitum auðvitað öll að það eiga ekki allir leið í bankann og margir sinna bankaviðskiptum sínum einvörðungu á netinu nú orðið.

Það gladdi mig að heyra að einhver frekari kynning væri í farvatninu þó svo að hæstv. viðskrh. ætli ekki að beita sér sérstaklega fyrir því að almenningi verði kynntar þessar breytingar. Hins vegar eru þó nokkrir hagsmunir í húfi og það er auðvitað hæstv. viðskrh. að gæta almannahagsmuna, að gæta hagsmuna neytendanna hvað þetta varðar. Við vitum að því mun fygja aukakostnaður fyrir neytendur að skipta þessum gjaldmiðlum ef það dregst fram yfir áramótin. Þess vegna er mjög mikilvægt að allir séu vel upplýstir um breytingarnar þannig að fólk geti gripið til viðeigandi ráða ef þörf þykir.