Náttúruvernd

Fimmtudaginn 01. nóvember 2001, kl. 12:14:23 (991)

2001-11-01 12:14:23# 127. lþ. 19.1 fundur 159. mál: #A náttúruvernd# (Náttúruverndarráð o.fl.) frv., 160. mál: #A umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur# (gjald til Náttúruverndarráðs) frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 127. lþ.

[12:14]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég vek aftur athygli á því að hv. þm. Kristján Pálsson stendur hér og þykist dæma um hvað er rétt og ekki rétt gagnvart lögum. Það er að mínu viti ekki passandi.

Varðandi þetta frv. hér geta rök fyrir breytingum ávallt verið fyrir hendi og þá eru þau rök færð fram. Þau rök sem hér hafa verið færð fram fyrir því að leggja Náttúruverndarráð niður eru alfarið þau að ráðið hafi ekki með einum hug gefið þau ráð og umsagnir sem hentuðu stjórnvöldum í ákveðnum málum. Það eru einu rökin sem hér hafa verið færð fram og ég mótmæli því, herra forseti, að hægt sé að taka slík rök gild í lýðræðisþjóðfélagi.