Náttúruvernd

Fimmtudaginn 01. nóvember 2001, kl. 12:33:51 (1000)

2001-11-01 12:33:51# 127. lþ. 19.1 fundur 159. mál: #A náttúruvernd# (Náttúruverndarráð o.fl.) frv., 160. mál: #A umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur# (gjald til Náttúruverndarráðs) frv., MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 127. lþ.

[12:33]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Vinstri grænna eru æði duglegir við að snúa hlutunum á hvolf og snúa hlutunum eins og þeim þóknast.

Ég vil bara ítreka það að hæstv. umhvrh. hefur gert grein fyrir frv. Ráðherrann gerði grein fyrir forsendum frv. og það er engin ástæða til þess fyrir hv. þm. að snúa út úr því, það liggur allt fyrir. Og ég vísa því alfarið á bug sem fram kom hjá hv. þm. Jóni Bjarnasyni að ástæða frv. sé sú sem hann bar hér upp.