Náttúruvernd

Fimmtudaginn 01. nóvember 2001, kl. 12:45:30 (1005)

2001-11-01 12:45:30# 127. lþ. 19.1 fundur 159. mál: #A náttúruvernd# (Náttúruverndarráð o.fl.) frv., 160. mál: #A umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur# (gjald til Náttúruverndarráðs) frv., ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 127. lþ.

[12:45]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Í fyrri ræðu minni fór ég yfir fyrirhugaðar lagabreytingar og fagna auðvitað því að fleiri eigi að koma að þessum málum. Ég hef ekkert við það að athuga að skoðað verði vandlega hvernig hægt sé að efla frjáls félagasamtök og náttúruverndarþingið, hvort sem það heitir náttúruverndarþing eða umhverfisverndarþing. Ég er fylgjandi því að það verði styrkt og eflt. Það ber auðvitað að skoða og ég ætla að vona að það verði gert í hv. umhvn. Ég fagna því ef hægt er að styrkja það þing. Við skulum vísa til því umhvn. að það verði skoðað rækilega en ég styð það vitanlega að náttúruverndarþing, umhverfisverndarþing eða hvaða nafni sem við nefnum þann vettvang, verði styrkt.

Hvað R-listann í Reykjavík varðar þá ætla ég ekki að svara fyrir hann. En það er alveg sama hvaða bæjarstjórn, borgarstjórn, sveitarstjórn er við völd, okkur ber öllum að vinna samkvæmt Staðardagskrá 21. Við eigum að vinna að sjálfbærri þróun. Það eiga sveitarfélögin að gera. Það eigum við á þingi að gera og það á ríkisstjórnin að gera.