Náttúruvernd

Fimmtudaginn 01. nóvember 2001, kl. 12:48:57 (1007)

2001-11-01 12:48:57# 127. lþ. 19.1 fundur 159. mál: #A náttúruvernd# (Náttúruverndarráð o.fl.) frv., 160. mál: #A umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur# (gjald til Náttúruverndarráðs) frv., ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 127. lþ.

[12:48]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla að vona að ekki sé hægt að túlka orð mín svo að ég sé að gera lítið úr mörgu af því góða sem gert hefur verið í umhvrn. undir stjórn núv. hæstv. umhvrh. Vissulega hefur margt gott verið gert, það er ekki verið að deila á það. Við erum að ræða hér ákveðnar lagabreytingar.

Ég er ekkert að vitna í fólk úti í bæ og einhverjar sögusagnir heldur eingöngu að taka upp orð hv. þm. Kristjáns Pálssonar sem nefndi alveg skýrt hér hvers vegna leggja þyrfti niður þetta ráð. Eins má bara vísa til verka ríkisstjórnarinnar. Það þarf ekki að sækja í sögusagnir úti í bæ.