Náttúruvernd

Fimmtudaginn 01. nóvember 2001, kl. 12:53:41 (1010)

2001-11-01 12:53:41# 127. lþ. 19.1 fundur 159. mál: #A náttúruvernd# (Náttúruverndarráð o.fl.) frv., 160. mál: #A umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur# (gjald til Náttúruverndarráðs) frv., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 127. lþ.

[12:53]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Út af þeim orðum hv. þm. hér í lokin, um að fara vel yfir þetta mál í umhvn. og sérstaklega varðandi frjáls félagasamtök þá vil ég taka fram að ég verið meðflutningsmaður á frv. með hv. þm. Katrínu Fjeldsted um hvernig styrkja megi frjáls félagasamtök umfram það sem gert er í dag. Ég held að óhætt sé að segja að þingmenn Sjálfstfl. hafi stutt mjög það sjónarmið að efla frjáls félagasamtök. Hv. þm. þarf því ekki að hafa áhyggjur af því í umhvn., en ég sit þar sem varaformaður nefndarinnar, að þau málefni fái ekki þá umfjöllun sem þarf.

Ég vildi hins vegar að það kæmi alveg skýrt fram við hvað ég átti með orðum mínum í upphafi ræðu minnar áðan. Aftur á móti er dálítil tilhneiging hjá vinstri grænum að grípa á lofti hin og þessi orð sem látin eru falla og demba þeim síðan yfir allt annað og óskylt sem hentar þeim í umræðunni. Mér hefur fundist það svolítið ábyrgðarlaust að mörgu leyti. Það getur kannski stundum verið skemmtilegt í umræðunni, að krydda hana eins og hægt er, en stundum getur það gengið of langt. Mér fannst helst til langt gengið í því hjá vinstri grænum núna.