Leigubifreiðar

Fimmtudaginn 01. nóvember 2001, kl. 14:26:43 (1019)

2001-11-01 14:26:43# 127. lþ. 19.3 fundur 167. mál: #A leigubifreiðar# (heildarlög) frv., GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 127. lþ.

[14:26]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Í sjálfu sér þurfum við ekki að vera að karpa um þetta því að ákvæði laganna eru þannig hljóðandi að þetta er möguleiki. Hins vegar var ég í mínu máli aðeins að benda á þetta mikla umfang sem fylgir eftirliti með leigubílum hafi maður það í huga að á 40 stöðum hér á landi er möguleiki að ná í leigubíl. Á 40 stöðum hér á landi, bæði í borginni, í sveitarfélögunum hér í kring og smærri kauptúnum og bæjum allt í kringum landið þannig að það er mikið umfang að fylgjast með þessari starfsemi. En við þurfum ekki að vera að karpa um það, ég og hv. þm. Katrín Fjeldsted. Það er heimildarákvæði í lögunum þannig að ef Reykjavíkurborg vill taka þetta að sér og það tekst --- að sjálfsögðu í samvinnu við Vegagerðina og hagsmunaaðila, stéttarfélög leigubifreiðastjóra --- sé ég ekki að þetta sé neitt vandamál.