Ummæli sjávarútvegsráðherra á aðalfundi LÍÚ

Föstudaginn 02. nóvember 2001, kl. 10:57:27 (1067)

2001-11-02 10:57:27# 127. lþ. 20.91 fundur 97#B ummæli sjávarútvegsráðherra á aðalfundi LÍÚ# (aths. um störf þingsins), HBl (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 127. lþ.

[10:57]

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Það kom fram í ræðu hv. 7. þm. Reykv. Össurar Skarphéðinssonar að ég hefði ávarpað einstaka þingmenn í ræðu minni áðan. Ég hef hlustað á það sem ég sagði. Þar kemur fram að ég ávarpaði þingheim sem venja er til að þingmenn geri hér og ekki er fundið að.

Á hinn bóginn gerðist það í lok ræðu minnar að hv. 3. þm. Norðurl. e. greip fram í og sagði: ,,Svo má böl bæta.`` Ég sagði þá, svona eins og við sjálfan mig: Veit hv. þm. hvar þetta stendur?