Ummæli sjávarútvegsráðherra á aðalfundi LÍÚ, ræðutími o.fl.

Föstudaginn 02. nóvember 2001, kl. 10:59:41 (1069)

2001-11-02 10:59:41# 127. lþ. 20.94 fundur 100#B ummæli sjávarútvegsráðherra á aðalfundi LÍÚ, ræðutími o.fl.# (um fundarstjórn), SvH
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 127. lþ.

[10:59]

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Ég ætla aðeins að nota tækifærið til þess að áskilja mér þann rétt þegar mér liggur á að tala þrjár mínútur og fimmtán sekúndur fram yfir hinn skammtaða tíma.

En út af því sem var vitnað í Grettlu þar sem Grettir mælti: ,,Svo skal böl bæta að bíða annað meira``, þá er spurningin, hvar stendur þetta: ,,Og nú vinna á mér smádjöflar``?