Ummæli sjávarútvegsráðherra á aðalfundi LÍÚ, ræðutími o.fl.

Föstudaginn 02. nóvember 2001, kl. 11:07:39 (1076)

2001-11-02 11:07:39# 127. lþ. 20.94 fundur 100#B ummæli sjávarútvegsráðherra á aðalfundi LÍÚ, ræðutími o.fl.# (um fundarstjórn), SvH
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 127. lþ.

[11:07]

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Ég hygg að nauðsyn beri til að við tökum sérstaka umræðu um geðbrigðastjórn hæstv. forseta á hinu háa Alþingi og sendum niðurstöðuna af þeim umræðum til sérfræðinga.

Ég þóttist hafa, með leyfi varaforseta, gert athugasemd um stjórn þingsins með þeim hætti að áskilja mér rétt til þess að fara fram yfir afmarkaðan ræðutíma eins og hæstv. varaforseti leyfði. Þetta var mín athugasemd og hún hafði komið fram. Ég er auðvitað farinn að ryðga í fundarstjórn úr þessum stól sem er hér á bak við mig. En ég kannast ekki við svona tiktúrur og typpilsinnahátt.