Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 02. nóvember 2001, kl. 12:05:54 (1092)

2001-11-02 12:05:54# 127. lþ. 20.7 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 127. lþ.

[12:05]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það voru tvö atriði í ræðu hv. þm. sem væri gott að að hann skýrði ögn nánar:

1. Telur hv. þm. að sú smuga sem verið hefur í smábátakerfinu hafi nýst öllum smærri sjávarbyggðum á Íslandi, eins og t.d. Kópaskeri?

2. Bar að skilja orð hv. þm. svo þegar hann talaði um 3. gr. frv. að hann sé á móti byggðakvóta til þess að treysta smærri sjávarbyggðir?