Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 02. nóvember 2001, kl. 16:11:12 (1140)

2001-11-02 16:11:12# 127. lþ. 20.7 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 127. lþ.

[16:11]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég sé ekkert hættulegt við það að tala um sósíalíseringu. Ég er að tala um sósíalíseringu aflaheimilda. Aftur á móti er það í lögunum um stjórn fiskveiða að fiskurinn í sjónum sé sameign íslensku þjóðarinnar, en aflaheimildunum hefur verið úthlutað til útgerðarmannanna og þeir hafa haft rétt til þess að nýta þær eftir ákveðnum reglum. Það eru þessar aflaheimildir útgerðarmannanna sem fyrningarkerfið gerir ráð fyrir að verði teknar eignarnámi og ríkið muni sjá um að úthluta þeim eftir einhverjum óljósum reglum um uppboð og eitthvað sem hefur aldrei í rauninni verið nákvæmlega útfært.

Það er ekkert skrýtið þó að menn séu mjög hugsi yfir þeim hugmyndum sem hafa komið fram um fyrningarleið á hinu háa Alþingi.