Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 05. nóvember 2001, kl. 17:46:44 (1186)

2001-11-05 17:46:44# 127. lþ. 21.1 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 127. lþ.

[17:46]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Á lokastigi í störfum nefndarinnar var rædd ákveðin hugmynd í fullri alvöru sem fól í sér að tekið var tillit til sjónarmiða beggja aðila. Ég tel að góðar líkur hafi verið á því að menn næðu saman á grundvelli þeirra hugmynda. Ég a.m.k. hvatti bæði sjútvrh. til að beita sér fyrir því að ná samkomulagi á grundvelli þeirrar tilraunar og einnig formann Framsfl., hæstv. utanrrh., að menn beittu sér fyrir því að ná niðurstöðu á þessum grundvelli.