Skylduskil til safna

Þriðjudaginn 06. nóvember 2001, kl. 14:13:27 (1217)

2001-11-06 14:13:27# 127. lþ. 22.2 fundur 228. mál: #A skylduskil til safna# (heildarlög) frv., SJóh
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 127. lþ.

[14:13]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Það er rétt að hér er um að ræða gamlan kunningja sem er að koma fram í þriðja sinn. Þetta mál hefur ekki fengist útrætt. Þar fyrir er þetta hið þarfasta mál, og ég vona að nú gangi betur að afgreiða það en hefur gengið áður.

Eins og hér kom fram hjá hæstv. ráðherra voru gerðar nokkrar breytingar á málinu áður en það var lagt fram í fyrra, og var í megintriðum farið eftir athugasemdum sem höfðu borist til nefndarinnar þegar hún vann við frv. á 125. löggjafarþingi. Þá var samstaða um að fresta málinu en ég álít að það sé núna mun betri grunnur til að ná samstöðu um að fá málið afgreitt. Ég mun sjálf reyna að stuðla að því í hv. menntmn.