Myntbandalag Evrópu og upptaka evru

Miðvikudaginn 07. nóvember 2001, kl. 14:14:13 (1267)

2001-11-07 14:14:13# 127. lþ. 24.1 fundur 195. mál: #A Myntbandalag Evrópu og upptaka evru# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., GE
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 127. lþ.

[14:14]

Gísli S. Einarsson:

Virðulegur forseti. Hæstv. utanrrh. sagði að staða gjaldmiðils okkar mundi að líkindum versna við upptöku evrunnar. Á fundi í Kaupmannahöfn 20. júní á síðasta ári komu fram mjög ákveðnar skoðanir um að danska krónan mundi veikjast um allt að 1% og einnig væru líkur á hækkun vaxta í Danmörku ef Danir höfnuðu evrunni, sem þeir gerðu í kosningum. Ég sé þess vegna ástæðu til að skjóta inn einni spurningu í þessari umræðu, sem ég þakka fyrir: Hefur verið gerð úttekt um hugsanleg áhrif tvöfalds efnahagskerfis þegar fyrirtækin fara að gera upp reikninga sína í öðrum gjaldmiðli en íslenskri krónu á Íslandi um næstu áramót?