Myntbandalag Evrópu og upptaka evru

Miðvikudaginn 07. nóvember 2001, kl. 14:18:43 (1271)

2001-11-07 14:18:43# 127. lþ. 24.1 fundur 195. mál: #A Myntbandalag Evrópu og upptaka evru# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 127. lþ.

[14:18]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Að halda því fram að menn séu að nota þetta ástand til að ýta undir það að evran sé tekin upp finnst mér vera ódýr málflutningur. Ég held að menn hafi bara yfirleitt áhyggjur af íslensku krónunni. Það er full ástæða til þess. Fjármálasérfræðingar hér og ég vil nefna t.d. Sigurð P. Stefánsson sem hefur sagt það í fjölmiðlum að hann telji að krónan verði horfin út úr fyrirtækjarekstri á Íslandi á þessum áratug.

Mig langar til að spyrja hæstv. utanrrh. hvað hann telji að muni fylgja slíkri þróun. Telur hann ekki að íslenskt fjármálalíf muni geta farið mjög illa út úr þeirri þróun sem mun verða á þeim tíma sem fyrirtækin flytja sig yfir í evru, dollara eða pund eins og sá maður spáði um?