Myntbandalag Evrópu og upptaka evru

Miðvikudaginn 07. nóvember 2001, kl. 14:19:57 (1272)

2001-11-07 14:19:57# 127. lþ. 24.1 fundur 195. mál: #A Myntbandalag Evrópu og upptaka evru# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., ÞSveinb
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 127. lþ.

[14:19]

Þórunn Sveinbjarnardóttir:

Herra forseti. Ég bað um orðið vegna ummæla sem féllu í athugasemdunum. Það er nefnilega þannig að ég held að allir sem eru vel heyrandi heyri hvar samhljómurinn liggur í þessari umræðu. Hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon kom upp og talaði um athyglisverðar fyrirspurnir og athyglisverð svör. Við hvað átti hv. þm.?

Mér heyrist mikill samhljómur með formanni Vinstri grænna og formanni Sjálfstfl. í þessum efnum, þ.e. ef hér á að tala um eitthvað sem byrjar á Evrópu, Evrópusambandið, evruna eða eitthvað annað, þá fara þeir upp og kvarta yfir umræðunni og eru með einhverjar meldingar um að athyglisvert sé að þetta sé borið á borð Alþingis. Til hvers eru hv. þm. hér að ræða málin? Ættum við ekki að ræða Evrópumálin og evruna?