Virðisaukaskattur á bókum

Miðvikudaginn 07. nóvember 2001, kl. 14:31:43 (1278)

2001-11-07 14:31:43# 127. lþ. 24.2 fundur 95. mál: #A virðisaukaskattur á bókum# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., menntmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 127. lþ.

[14:31]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Spurt er: Hyggst menntamálaráðherra beita sér fyrir því að virðisaukaskattur á bókum verði felldur niður eða lækkaður, svipað og gert hefur verið í sumum nálægum löndum að undanförnu?

Svarið er einfalt. Ég mun ekki beita mér fyrir því og það hefur ekki verið á dagskrá ríkisstjórnarinnar að hrófla við virðisaukaskattinum í þeim skattalækkunum sem nú hafa verið boðaðar og lagðar fram hér á þingi. Á hinn bóginn hefur skattaumhverfi fyrirtækja verið stórbætt með þeim tillögum og það kemur til góða fyrir bókaútgáfufyrirtæki og menningarfyrirtæki ekki síður en önnur. Ég tel því að almennt sé verið að skapa þeim rekstri betri aðstæður hér á Íslandi en áður, en það hefur ekki verið hróflað við virðisaukaskattinum í þeim breytingum sem nú liggja fyrir.