Virðisaukaskattur á bókum

Miðvikudaginn 07. nóvember 2001, kl. 14:35:01 (1280)

2001-11-07 14:35:01# 127. lþ. 24.2 fundur 95. mál: #A virðisaukaskattur á bókum# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., menntmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 127. lþ.

[14:35]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Ég svaraði fyrirspurninni í fyrra svari mínu. Mér finnst hins vegar ástæða til að vekja máls á því að það er mjög sérkennilegt að fulltrúi Vinstri grænna skuli koma hér upp og mæla með skattalækkunum því að yfirleitt er sá flokkur frekar á þeim nótum að hækka beri skattana og sérstaklega á fyrirtæki. Flokkurinn er frekar þeirrar skoðunar að leggja beri auknar álögur á fyrirtæki og það beri að hafa af þeim meira fé í opinbera sjóði heldur en hitt. Mér finnst sérkennilegt að hér komi leiðtogi Vinstri grænna og haldi því fram að lækka beri skatta. Það er hið merkilega í þessum umræðum.