Menningarhús á landsbyggðinni

Miðvikudaginn 07. nóvember 2001, kl. 14:46:00 (1284)

2001-11-07 14:46:00# 127. lþ. 24.3 fundur 96. mál: #A menningarhús á landsbyggðinni# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., SvanJ
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 127. lþ.

[14:46]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Hæstv. menntmrh. bjargar sér úr þröngri stöðu með fyrirsögnum. Þarna um árið var það menningarhús á landsbyggðinni, um daginn var það Rás 2 norður. En svo við skoðum nú hið fyrra og getum kannski velt fyrir okkur efndunum á hinu seinna, þá virðist það svo að þetta hafi farið út um víða völl ekki ósvipað því sem sú sem hér stendur spáði þegar hún gagnrýndi þessa fyrirsögn fyrst fyrir það hvað hún væri innihaldslaus.

Herra forseti. Akureyri virðist þó vera sá staður sem er tilbúinn til að halda áfram viðræðum og samkomulagi við hæstv. menntmrh. um þetta mál. En þá stendur á ráðherranum. Spurningin er þá þessi: Er það rétt sem menn segja að það munu ekki verða gerðir samningar við Akureyri fyrr en hæstv. ráðherra hefur náð samningum um tónlistarhús í Reykjavík og byggingu þess? Það væri mjög fróðlegt að fá það fram hvað raunverulega hamli því að hæstv. ráðherra haldi áfram viðræðum sínum við Akureyringa og leiði málin þar til lykta.